Skilmálar
Upplýsingar um seljanda:
Seljandi: W12 ehf
Kennitala: 570521-0980
Símanúmer: 888-6936
Netfang: lovisa@lovisa.is
Verð á vöru:
Öll verð eru með virðisaukaskatti. W12 ehf. áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara vegna gengisbreytinga eða hækkana erlendis frá.
Afhending:
Smelltu hér til að skoða afhendingarleiðir og verð
Greiðslumöguleikar:
kredit og debetkortum, pei og netgíró.
Kredit- eða debetkort: Greiðsla fer fram á sama tíma og kaupandi skráir kaup síní gegnum örugga greiðslugátt.
Að skipta og skila vöru:
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Endurgreiðsla er veitt að fullu hafi varan verið keypt í gegn um netverslun eða fjarsölu að einhverju leyti,
Annars fær kaupandinn sambærilega vöru eða inneign hjá Lovísu óski kaupandi eftir því innan 14 daga. Lovísa áskilur sér rétt til að hafna skilum/skiptum á keyptum vörum sé innsigli rofið á þeim vörum sem ekki er unnt að endurselja með rofnu innsigli vegna hreinlætisástæðna. Ef svo er fellur 14 daga skilafresturinn úr gildi, með tilliti til efnisliðar 18.gr sem segir til um að réttur neytenda til að falla frá samningi taki ekki til: "afhendingar á innsiglaðri vöru sem ekki er hægt að skila vegna lýðheilsusjónarmiða eða af hreinlætisástæðum hafi innsigli verið rofið eftir afhendingu"
Ath. að þó vara sé ekki með eiginlegu innsigli, heldur í öðrum rjúfanlegum pakkningum t.d. plöstuð, þá áskilur Lovísa sér rétt til þess að meta ástand umbúða skilavöru með tilliti til hvers þess sem veldur því að umbúðir eru ekki í upprunalegu ástandi, og meta upphæð endurgreiðslu/skipti með tilliti til ástands. Þar gæti upphæð endurgreiðslu/virði skipta orðið lægri en sem gildir upprunalegu kaupverði vörunnar sbr. ákvæði 4. mgr. 22 gr. sem hér segir "Neytandi skal vera ábyrgur fyrir þeirri rýrnun á verðgildi vöru sem stafar af meðferð vörunnar, annarar en þeirrar sem nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar."
Ef þú hefur fengið póstsenda vöru yfir 9.990 (frí dropp sending) og vilt fá að skila vöru og fá inneign þá þarft þú að koma vörunni í Póló Bústaðavegi. Við sendum þér svo inneign á netfangið þitt að frádregnum sendingarkostnaði (990kr).
Gölluð vara
Ef um framleiðslugalla er að ræða, er viðskiptavinum boðið nýtt eintak af sömu vöru ef ekki eru liðin meira en tvö ár frá kaupum vörunnar. Staðfesting á vörukaupum með dagsetningu verður að skila áður en nýtt eintak er afhent. skv. lögum um
neytendakaup nr. 48/2003 ef vara er göllud. Hlutur er ekki gallaður ef neytandi má vænta þess að hann hafi endingu sem nemur skemmri tíma en tveimur árum, sbr. b-lið 2. mgr. 15. gr. laga nr. 48/2003. Því getur til þess komið að hlutur sé ekki talinn gallaður þó að endingartími hans sé jafnvel mun skemmri en tvö ár og á það t.d. við í tilviki rafdrifinna vara sem ekki er ætlaður svo langur endingartími. 2 ára verksmiðjuábyrgð er á endurhlaðanlegum tækjum gegn framvísun kvittunar svo framalega sem gera megi ráð fyrir slíkum endingartíma. Ábyrgðin nær yfir framleiðslugalla, rof á tengingu við takka eða mótor. Ábyrgðin nær ekki til útlitskemmda, rakaskemmda,rafhlöðu eða höggskemmda. Ekki má nota silíkon sleipiefni með silíkon vörum þá dettur varan úr ábyrgð.
Trúnaður:
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar eru ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Fyrirvari:
Öll ákvæði skilmálanna hér að ofan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir íslenskum dómstólum. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um neytendasamninga nr 16/2016 og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 16/2016 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað.
Ef upp kemur ágreiningur geta neytendur leitað til Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa (www.kvth.is)